Leita í fréttum mbl.is

Amen eftir efninu

Grímur Atlason skrifar pistil á Eyjuna um íslensku leiðina, segir meðal annars:

„Hvað er síðan svona frábært við hina íslensku leið? Um mitt ár 2007 var gengisvísitalan um 110 en er í dag 215. Evran hefur styrkst gagnvart krónu um tæp 100% á þessu tímabili. Við búum við gjaldeyrishöft sem koma í veg fyrir algjört hrun þessa gjaldmiðils sem fólk er að fagna. Þrátt fyrir það hefur krónan verið að síga síðustu vikurnar. Verðmæti bankanna felast m.a. kröfum sem ættu með réttu að vera afskrifaðar en eru það ekki svo plúsinn batni í bókhaldinu. Sjávarútvegurinn nær ekki að standa í skilum við lánadrottna sína þrátt fyrir 100% forgjöf í gengisfellingunni. Lánsfé til handa greininni er ekkert og það hefur ekkert með ríkisstjórnina að gera – það er bara ekki hægt að lána gjaldþrota grein peninga. Atvinnuleysið margfaldaðist á einni nóttu – þrátt fyrir að nær allt erlent vinnuafl, sem var hér við störf fyrir hrun, hafi yfirgefið landið. Þetta eru afleiðingar vitleysunnar – mikilmennskubrjálæðisins.

Ísland hrundi en við höfum enn efni á óbreyttri stjórnsýslu – 77 sveitarfélögum og 24 sýslumönnum. Það verður alltaf betri og betri hugmynd að virkja okkur út úr vandanum – klassísk leið við vondum timburmönnum er að fá sér eins og eitt kardóglas. Við setjum okkur enn á háan hest og segjum aðra heimska. Þetta er leiðin sem við fórum – hún er hættulega nálægt því að vera klassísk íslensk lausn: Míga í sauðskinsskóinn til að halda á sér hita!“


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggari

Eyjólfur Sturlaugsson
Dalamaður 
eyjolfur.sturlaugsson@gmail.com

 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband