Miðvikudagur, 9. mars 2011
Fallegur tímapunktur
Í dag var heiðríkja með 10 stiga frosti. Snjór er yfir öllu og þetta fyrsti dagurinn sem við fáum svona bjartan með snjóbreiðu.
Nú er líka sá árstími að sólin sest nákvæmlega í fjarðarmynninu um kl. 19.00. Þetta er fallegur tímapunktur því þá gyllist særinn allur út fjörðinn og afar fagurt er að horfa á þetta úr stofuglugganum mínum.
Svo gerist þetta ekki aftur fyrr en í september.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Tenglar
Góðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.