Miðvikudagur, 10. maí 2006
Áfengi og megrun
Samkvæmt þvi sem ég les er alkahól ein tegun orku, sem líkaminn vinnur úr. Alkahólið er þar að auki yfirleitt umkringt sætum efnum ýmiskonar, sem verður oft að ljúffengum drykkjum t.d vínum eða bjór. Þessvegna er áfengi ekki besti vinur þeirra sem vilja grenna sig eða eru stöðugt í aðhaldi til þess að fitna ekki. Ég átta mig hinsvegar engan veginn á hversu mikill óvinur áfengið er heilsu manna út frá þessu sjónarhorni. Ljóst er að hin hættan, þ.e hættan á fíkn eða tjóni ýmiskonar undir áhrifum er svo miklu sýnilegri og áþreyfanlegri heldur en offituþáttur í neyslu áfengis. Eiginlega verður maður svolítið ruglaður við það að lesa texta um skaðsemi áfengis á megrunarkúra.
Ekki verður nú beinlínis sagt að það séu háværar raddir er vara við orkumagninu í áfengi, en þó er það svo að ýmsir framleiðendur setja á markað fitu- og hitaeiningasnauðara áfengi t.d bjór. Það eru nú allmargir sem velja slíkt megrunaráfengi þegar þeir fá sér brjóstbirtu. Já hitaeiningasnautt áfengi selst alltaf betur og betur. Mun auðveldara er nú að vera úti að skemmta sér með áfengi án þess að fitna um leið. "Drekkum og grennumst" fer fljótlega að heyrast fjöllunum hærra.
Tenglar
Góðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Alkóhól myndast í líkamanum við lélegan bruna sykurs í vöðvum.
Alkóhól inniheldur lítið minni orku en sykur.
Óþjálfaður einstaklingur sem reynir á sig getur fengið nokkuð hátt alkóhólmagn í blóðið.
Það er ekki æskilegt að hafa mikið alkóhól í líkamanum en það brennur nokkuð hratt burt.
Deyfingaráhrif of mikils alkóhólmagns á ýmsa líkamsstarfsemi er oftast óæskileg.
Björn (IP-tala skráð) 14.5.2006 kl. 08:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.