Miðvikudagur, 23. febrúar 2011
Kartaflan lengi lifi
Allt kornverð hækkar nú stöðugt. Hér á Íslandi getum við ekki ræktað hveiti en ágætur árangur hefur náðst í byggrækt og fer hún vaxandi með hverju ári. Bygg er þó ekki notað mikið til manneldis - nema þá í bjór.
Til að vega upp á móti minni kornneyslu á Íslandi má auðveldlega auka neyslu á kartöflum. Kartöflur vaxa þar að auki alveg prýðilega hér á landi.
Kartaflan lengi lifi.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Tenglar
Góðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það má ekki vanmeta gildi bjórframleiðslunnar. Kartöflur nýtast einnig vel til framleiðslu á viskí. Á bannárum USA var þetta hellsta hráefnið til framleiðslu þess.
Hveitirækt er að þróast hér á landi og búast má við að það eigi eftir að aukast enn meira. Sumarsáning, eins og nú er verið að gera tilraunir á, gætu hentað okkur vel. Þá þarf ekki eins langt sumar til að axið þroskist, en að vísu er akurinn upptekinn tvö sumur og því þarf helmingi meira landsvæði fyrir slíka ræktun, en vorsáningu.
Þá má ekki gleima því að þegar er hafin ræktin á repju til biodisel framleiðslu. Þetta er tær snilld, þar sem hratið nýtist sem fóður.
Það er bjart framundan í íslenskum landbúnaði. Það eina sem skyggir á er hugsanleg innganga í ESB. Þá er ekki víst að frumkvæði og dugnaður íslenskra bænda fái notið sín, þegar miðstýringin í Brussel ákveður hvaða búskap skal stunda hér á landi og hvaða ekki.
Þegar sækja þarf um leifi til Brussel til að gera tilraunir með framfarir og nýsköpun í landbúnaði.
Gunnar Heiðarsson, 23.2.2011 kl. 20:13
Í alvöru...vissi þetta ekki. Er virkilega engin nýsköpun eða framfarir í landbúnaði í ESB ?
Eyjólfur Sturlaugsson, 23.2.2011 kl. 22:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.