Sunnudagur, 13. febrúar 2011
GSM símar og Netið eru beitt vopn
Það má svo glöggt sjá að Netið (eitt af undrum veraldar) er að hafa mikil áhirf á valdajafnvægi í heiminum. Oftast virðist Netið styðja lýðræðið og hinn almenna borgara í baráttu sinni við ólýðræðisleg stjórnvöld og spillingu.
Það er ekki síst Netinu að þakka eða kenna að Wikileaks hefur náð að velgja ríkjandi valdhöfum undir uggum. Á þeirri síðu lekur reglulega vitneskja sem varðar almannahagsmuni.
Netið og þá ekki síst samskiptasíður eins og Facebook og Twitter virðast skipta gríðarlegu máli í uppreisnum almennings gegn ríkjandi einræðisherrum í Túnis og Egyptalandi. Trúlega hefði ekki orðið af þessum byltingum án Netsins.
Stjórnvöld í Kína eyða gríðarlegum fjármunum í að halda úti Netlöggum, til að verja einræðið og kæfa lýðræðistilburði.
Það kaldhæðnasta í þessu er samt það að þvi betur settar efnahagslega sem einræðisríki verða, því háðari verða þær nútímaviðskiptum, sem fara að stærstum hluta í gegnum Netið. Að banna netið gengur því ekki. Og þvi betri efnahagur því meira internet fyrir allan almenning. Að lokum fer fólkið út á götur að mótmæla vopnað GSM símum sínum(sem eru líka nettengdir).
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Tenglar
Góðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.