Mánudagur, 25. október 2010
Heilagur sannleikur Heimssýnar
"Heimssýn leyfir ekki að þjóðin kynni sér Evrópusambandið. Enda er það óþarfi, því sannleikur Heimssýnar liggur fyrir og efist menn um hann er stutt í landráðastimpilinn. Heilagur sannleikur Heimssýnar er eftirfarandi:
Umsókn um aðild að Evrópusambandinu er aðför að fullveldi landsins. Þeir sem styðja hana vilja varpa sjálfstæði þjóðarinnar fyrir róða. Evrópusambandið ætlar að sölsa undir sig auðlindir Íslendinga. Evrópusambandið mútar Íslendingum og flækir þjóðina í aðlögunarferli sem ekki verður aftur komist út úr. Forysta VG liggur flöt fyrir Samfylkingunni og hefur svikið kjósendur sína. ESB-umsókn jafngildir landsölusamningi.
Heilagur sannleikur Heimssýnar er yfirlýsing um að Danmörk, Svíþjóð og Finnland séu ekki fullvalda ríki. Hann er yfirlýsing um að Eva Joly sé útsendari markaðsafla í Evrópu en ekki umhverfissinni sem hvetur Íslendinga til inngöngu í ESB. Heilagur sannleikur Heimssýnar felur í sér skilgreiningu á orðinu mútur sem er ný á Íslandi, því engir peningar hafa verið taldir blóðpeningar fyrr en evrópskir nú. Heilög Heimssýn lýsir því líka yfir að samþykktir VG séu ekki pappírsins virði. Þótt stofnanir flokksins hafi samþykkt að gert yrði út um málið í þjóðaratkvæðagreiðslu gildir það einu."
Tekið úr pistili sem Björg Eva Erlendsdóttir skrifar í Smuguna.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Tenglar
Góðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Æ hvað þetta er eitthvað dapur pistill hjá Björgu Evu.
Hún veit mætavel að Heimssýn býr ekki yfir "heilögum sannleika" frekar en aðrir, en félagsmann kunna að hafa aðra skoðun en Björg Eva.
Bara til að taka eitt dæmi úr þessum texta öllum telur Heimssýn varhugavert/rangt að færa formleg yfirráð yfir fiskimiðunum undir yfirþjóðlega stjórn. Það kýs hún að afbaka, setja í trúðsbúning og segja "Evrópusambandið ætlar að sölsa undir sig auðlindir Íslendinga".
Það er alltaf dapurt þegar menn kjósa þá leið að afbaka málstað andstæðinganna og gera hann asnalegan í stað þess að útskýra sinn eigin. Það er kappræða og hanaslagur sem skemmir málefnalega umræðu.
Haraldur Hansson, 25.10.2010 kl. 18:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.