Þriðjudagur, 28. september 2010
Nýp á Skarðsströnd
Þegar ég var lítill og ók með mömmu og pabba Skarðsströndina fórum við framhjá "draugahúsinu" á Nýp. Aldrei man ég eftir öðru en að húsið hafi staðið autt og aldrei datt mér í hug að þar ætti eftir að verða stofnsett fræðslusetur.
En svo gerðist það uppúr aldamótunum að fólk, sem eignaðist staðinn, hefur ekki bara gert upp íbúðarhúsið, heldur einnig gert staðinn að listasetri. Á vefsíðunni www.nyp.is má finna bæði upplýsingar um staðinn og dagskrá lista- og fræðslusetursins.
"Nýp á Skarðsströnd stendur við Breiðafjörð gegnt Reykhólum og er í Dalasýslu. Að Nýp er unnið að uppbyggingu lista- og fræðaseturs. Nú þegar er vísir að aðstöðu fyrir stofutónleika, smærri málþing og fyrirlestra auk aðstöðu fyrir verklegar smiðjur á sviði myndlistar, hönnunar og handverks. Leirbrennsluofn sem reistur var sumarið 2006, stendur ofan við bæjarhúsið að Nýp, en ofninn er vel fallinn til leir- og glerungabrennsl".
Þetta er alveg frábært framtak eigenda staðarins.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Tenglar
Góðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.