Miðvikudagur, 15. september 2010
Ætlar þú að halda dagbók ?
Það eru margir staðir á Netinu þar sem hægt er að blogga eða koma reglulega frá sér fréttum og dagbókarfærslum, sem aðrir sjá. Það er svona dægursveiflan í dag...að vera sýnilegur á Netinu. Það er minna um það að boðið sé uppá dagbókarform sem er lokað og ekki ætlað öðrum.
Vefurinn www.penzu.com býður upp á dagbók af "gamla skólanum" og leggur mikla áherslu á öryggi og notarlegt umhverfi við dagbókarskrif. Vefurinn er þægilegur í viðmóti og líkist talsvert venjulegri bók úr pappír. Það kostar ekkert að halda þar dagbók, en maður getur keypt sér viðbætur við hana, kjósi maður svo.
Dagbækur af "gamla skólanum" eru gjarnan sagðar á undanhaldi, en er það víst ? Talsvert framboð er á slíkum bókum á Netinu og það er klárlega vegna þess að eftirspurn er mikil eftir þeim. Fólki finnst gott og uppbyggjandi að spjalla við dagbókina sína um allt sem því liggur á hjarta - því það veit fyrir víst að dagbókin kjaftar ekki frá.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Tenglar
Góðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.