Leita í fréttum mbl.is

Mér tókst það !

Á laugardagsmorguninn var kl. 8.00 lögðum við pabbi upp í mikla og erfiða gönguferð.  Við vorum í 60 manna hópi sem ætlaði að ganga á 24 tinda á 24 tímum, þ.e fara fjallahringinn í kringum Glerárdalinn fyrir ofan Akureyri. Slóðin hér  Gönguferðin átti semsagt að standa í sólarhring og að velli átti að leggja 24 fjöll.

Nú þetta tókst hjá okkur pabba; vorum reyndar 24,5 klukkustundir að fara þetta, það þykir bara nokkuð góður tími.  Þetta var hinsvegar alveg ógeðslega erfið fjallganga.  Efast um að það bjóðist miklu erfiðari göngur og margir gáfust upp á leiðinni.  Alveg ótrúlegt að pabbi skuli vera búinn að fara þetta einu sinni áður( fyrir tveimur árum)  og hafi langað til að fara aftur.  Hann er sá elsti hingað til sem hefur farið hringinn (70 ára)  - hreint ótrúlegt afrek, sem ég spái að seint verði slegið.

Ég var svo þreyttur eftir þetta að mig verkjaði um allan líkamann og er ekki nærri búinn að ná mér. Núna á mánudagskveldi er ég t.d. ennþá á verkjalyfjum. 

En það hafðist Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggari

Eyjólfur Sturlaugsson
Dalamaður 
eyjolfur.sturlaugsson@gmail.com

 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband