Leita í fréttum mbl.is

Efri árin mín eru framundan

Undanfarin ár hafa aldraðir á Íslandi hótað því að stofna stjórnmálaflokk til að koma sínum málum betur í umræðuna.  Allir stjórnmálaflokkar hér á Fróni telja að slíkur flokkur munu ekki ná neinu fram.    En nú er komið að því að aldraðir standa við orð sín.   Sú kynslóð sem nú er komin á sín efri ár er ekki jafn kröfulausir þyggjendur og fyrir 10 - 15 árum þegar mátti bjóða þeim elstu hvað sem var.  Þetta er að stærri hluta en áður fólk sem lítur á það sem skýlausan rétt sinn að fá að njóta efri ára sinna í stað þess að setjast hljóðir hjá eftir að atvinnuþátttöku lýkur.

Þetta fullorðna fólk sem nú leggur í stjórnmálabaráttu til þess að bæta kjör sín og stöðu er einnig að gera það fyrir okkur; alla þá sem seinna verða aldraðir.  Því höfðar þetta framboð sannarlega til allra landsmanna, án tillits til aldurs.

Ég óska þeim gæfu og góðs gengis.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frabaert ad heyra, vona ad theim gangi vel, hver veit, madur flytur kannski bara aftur heim thegar madur er ordinn aldradur ef their fa malin i gegn

Nanna Dalkvist (IP-tala skráð) 24.1.2007 kl. 08:28

2 identicon

 Því miður virðist valdagræðgi, eiginhagsmunapot eða hvað það nú er sem ræður tveggja flokka framboði ætla að skemma þessa pólitísku aðgerð eins og reyndar oft gerist hjá yngra fólki líka. Hugsjónir rista sjaldan nógu djúpt til að drekkja egóinu. 

Jón Baldvin Hannesson (IP-tala skráð) 26.1.2007 kl. 20:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggari

Eyjólfur Sturlaugsson
Dalamaður 
eyjolfur.sturlaugsson@gmail.com

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband