Miðvikudagur, 9. júní 2010
Í kaffi með tölvunni
Það er svolítið sláandi að lesa fréttir um það að fólk kjósi að taka kaffitímann sinn frekar með tölvunni sinni heldur með öðrum starfsfélögum, þetta virðast athuganir sýna að sé þróunin. Ástæðan fyrir þessu hlýtur að vera ein og ákveðin...það er skemmtilegra að vera með tölvunni heldur en starfsfélögum.
Auðvitað má segja að hægt sé að vera á MSN eða Facebook og þannig í sambandi við margt fólk, en samt slær það mig að persónulega nálægðin skuli ekki hafa meira aðráttarafl. Þetta er í raun svolítið merkilegt.
Svo er það auðvitað mögulegt að starfsfólkið sé allt við tölvur í kaffinu sínu á spjalli þar við hvert annað, sem væri auðvitað afar sérstakt ... en hvað getur svo sem ekki gerst ?
Kaffihléið mikilvægt í vinnunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Tenglar
Góðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 206223
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég tók kaffitímann við tölvuna afþví þar sem ég var að vinna þar var ekkert kaffihlé heldur eingöngu hádegishlé. En það voru réttindi mín að taka pásur og ég var þá bara á mínum sama stað, fyrir framan tölvuna og slappaði af aðeins. Sem mér þykir leiðinlegra heldur en alvöru opinberar kaffipásur.
Svo til að bæta gráu ofan á svart, þá kom fyrir að matsalur okkur var upptekinn vegna ákveðinna funda sem fóru fram þar yfir hádegistímann og þá þurftum við að taka mat með okkur á skrifborðið til að borða!!!
Þórður (IP-tala skráð) 15.6.2010 kl. 11:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.