Leita í fréttum mbl.is

Frjálshyggjan er dauð - Endurreisn með ESB-umsókn

“Íslendingar þurfa nú að móta stefnu til langs tíma. Gamla hagkerfið – með sitt einhæfa atvinnulíf, helmingaskipti og raðgengisfellingar – er ekki eftirsóknarverður valkostur. Frjálshyggjutilraunin sem hrundi með bankakerfinu á ekki afturkvæmt. Hún átti aldrei erindi við okkur. Við þurfum endurreisn en ekki afturhvarf.

Við þurfum framsýni og víðsýni sem byggð er á skynsemi. Við þurfum að sýna þeim sem við þjónum virðingu og stíga hvert skref af skynsemi með langtímahagsmuni þjóðarinnar í huga. Við þurfum að sýna þjóðinni hvert við stefnum,” sagði hún og taldi ekki vafa hvert ætti að stefna; endurreisnin væri fólgin í því að sækja um aðild að Evrópusambandinu.

“Ég tel að umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu sé óaðskiljanlegur hluti af endurreisninni. Í henni felast skýr skilaboð til umheimsins og hún er veigamikill þáttur í stefnumótun okkar til lengri framtíðar. Það er mikill misskilningur að of miklum fjármunum og tíma sé varið í undirbúning að samningaferlinu.

Staða okkar mun eflast þegar Ísland verður viðureknnt umsóknarríki og í ferlinu sjálfu munu skapast margskonar möguleikar og tækifæri til aðlögunar og uppbyggingar. (...)

Ég er sannfærð um að Íslendingar munu fylgjast vel með umsóknarferlinu og munu geta metið það með yfirveguðum hætti hvort tekst að ná fram samningum sem samræmast markmiðum okkar og hagsmunum. Takist okkur að ná fram þeim efnahagsmarkmiðum sem ferlið gerir ráð fyrir þá verðum við fyrst í stakk búin til þess að taka ákvörðun hvort við tökum skrefið til fulls inn í Evrópusambandið eða höldum okkar eigin leið. Reynsla annarra þjóða sýna að smáríki innan ESB telja sig hafa styrkst við aðild að sambandinu og  hafa sterka rödd innan þess. Á það hljótum við að hlusta.

Aðild að Evrópusambandinu er ekki eina leiðin en ég tel að hún sé skynsamleg nema að svo fari að ekki náist fram hagstæðir samningar. Einangrun er ekki kostur og við þurfum á nánu samstarfi við Evrópuþjóðir að halda sem getur  styrkt okkar bakland í efnahagslegu- og stjórnmálalegu tilliti,”

Úr afar góðri ræðu Jóhönnu Sigurðardóttur á aðalfundi Samtaka atvinnulífsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Fullkomlega fáránleg yfirlýsinga hjá Jóhönnu Sigurðardóttur.

Evrópusambandið er bandalag frjálshyggju og þessvegna aðhyllist ég sem sjálfstæðismaður aðild Íslendinga að sambandinu.

Fjórfrelsið svokallaða gildir á öllu EES, en það felur m.a. í sér frjáls vöru- og þjónustuviðskipti, frjálsa fjármagnsflutninga og sameiginlegan vinnumarkað.

Hvað er þetta annað en frjálshyggja? 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 21.4.2010 kl. 22:25

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Stærsti kosturinn við ESB er einurðin í baráttunni við fyrirhyggjulaust líferni fólks. Nú verður það ekki lengur látið líðast að þessir bændadurgar selji til neyslu kjöt af hrossum sem ekki eru örmerkt. Auðvitað var það tímaspurmál hvenær þetta baneitraða kjöt hefði steindrepið fjölda manns, jafnverl heilar sveitir.  Og hverjum öðrum en svona þrautlærðum snillingum hefði komið það í hug að einfalda samfarir fólks með því að framleiða bara eina stærð af smokkum fyrir hinn samevrópska kynstofn.

Þarna sparaðist gífurlegt fjármagn. Og ógleymanleg er snilldin á bak við tilskipunina um að allar gúrkur skyldu nú rétta úr sér og liggja þráðbeinar í stað þess að liggja hálfbognar í einskonar hnipri.

Við Íslendingar höfum nú gott af því að skilja að við erum ekki menn til að hugsa og þess vegna er okkur mikilvægt að fá yfirvald sem gefur okkur fyrirmæli um hámarkstíma á eggjasuðu í 20 m. hæð yfir sjávarmál um fjöru.! ! ! !

Fyrirgefið! En ég skil ekki hugarfar frjálsborinna manna sem dreymir um að láta yfirþjóðlegt vald skipa sér fyrir um þvaglát og svona yfir höfuð gera sig að viðundri og hreinu fífli.

Hvenær varð það óbærilegt að lifa af á Íslandi án aðstoðar erlendra ríkja? M.ö.o. hvenær breyttust nokkur þúsund Íslendinga í ræfla? 

Árni Gunnarsson, 21.4.2010 kl. 23:00

3 Smámynd: Eyjólfur Sturlaugsson

Hmmm Árni minn...eru þá þær miljónir manna sem tilheyra ESB ræflar ?

Eyjólfur Sturlaugsson, 21.4.2010 kl. 23:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggari

Eyjólfur Sturlaugsson
Dalamaður 
eyjolfur.sturlaugsson@gmail.com

 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband