Leita í fréttum mbl.is

Klikk, klikk ...klikkaðir foreldrar

Nú nýlega komst upp um foreldra sem höfðu læst stúlkubarn sitt tvö ár inni í herbergi.  Af einhverjum ástæðum byrjaði þetta sem refsing sem hélt svo áfram dag eftir dag, mánuð eftir mánuð og ár eftir ár.  Þegar stúlkan fór að heyra raddir í skelfilegri einangrun sinni og farið var með hana á sjúkrahús, komst upp um foreldrana.

Það er ljóst að eitthvað hefur brunnið yfir og skammhlaup orðið í uppeldisaðferðum foreldranna.  Einhverskonar kerfisbilun, sem leiddi til þess að þeir "klikkuðu" og fóru að breyta rangt.   Það sem veldur manni nú samt mestum ugg er að þessar "bilanir" virðast færast í vöxt.   Maður heyrir nú reglulega furðulegar sögur af börnum sem hafa alist upp við hin undarlegustu aðstæður.

Hvað þarf eiginlega til þess að maður "klikki" svona rosalega ?  Það reyndar fylgir yfirleitt aldrei sögunni...hæsta lagi að viðkomandi hafi ekki verið heill á geði.   En mér virðist sem fólk sé bara í miklu meiri mæli að "klikka" eða "snappa" með herfilegum afleiðingum.


mbl.is Stúlka lokuð inni í herbergi í tvö ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég efast um að kerfisbilanir í foreldrum séu að færast í vöxt. Það hefur alltaf verið eitthvað um foreldra sem beita svona aðferðum en hinsvegar er frekar nýlegt viðhorf að samfélaginu komi það við. Áður fyrr var fólki ekki refsað fyrir að beita börn harðræði nema barnið byði líkamleg örkuml af meðferðinni.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 18.1.2007 kl. 08:49

2 identicon

Rett THrymur, var kona i Englandi sem atti ad fara i fangelsi thegar stelpurnar hennar foru ekki i skola, man reyndar ekki ef hun for i fangelsi eda ekki.  Er lika ologlegt ad fara i bornin i fri a skolatima.

Nanna Dalkvist (IP-tala skráð) 20.1.2007 kl. 13:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggari

Eyjólfur Sturlaugsson
Dalamaður 
eyjolfur.sturlaugsson@gmail.com

 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband