Laugardagur, 27. mars 2010
Nýkominn úr ófrjósemisaðgerð
Erpur þurfti vegna aðstæðna sinna og hegðunar að gangast undir ófrjósemisaðgerð í gær. Aðgerðin var framkvæmd í næsta húsi af nágrönnum okkar, sem eru þaulvanir dýralæknar. Eftir aðgerðina þarf Erpur að bera skerm á höfðinu svo hann betrumbæti ekki saumaskap læknana. Þetta höfuðfat þarf hann að bera í 10 daga.
Erpur rekur þennan hvíta skerm stöðugt í allt sem á vegi hans verður og tekst næstum á loft í rokinu í Búðardal þegar hann snýr á móti vindinum. Hann er bæði ósáttur og ringlaður yfir meðferðinni.
Líðan hans er annars bara eftir aðstæðum. Hann er allavega hressari í dag en í gær.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Tenglar
Góðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 206223
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.