Fimmtudagur, 25. mars 2010
Blindir hægri menn
Breska dagblaðið Telegraph greinir frá skoðannakönnun sem gerð var í Bandaríkjunum á dögunum og hafa niðurstöður hennar vakið mikla athygli. 24 prósent þeirra sem kjósa repúblikanaflokkinn eru á því að Obama sé andkristur og 38 prósent flokksmanna telja að forsetinn sé að gera svipaða hluti og Hitler" gerði á sínum tíma í Þriðja ríkinu.
Þá halda 67 prósent aðspurðra að Obama sé sósíalisti, 57 prósent að hann sé í raun og veru Múslimi á laun og 42 prósent segja að forsetinn sé hneigist til kynþáttahyggju. Þá eru 61 prósent aðspurðra vissir um að Obama vilji banna byssur alfarið.
Þá sögðust 22 prósent aðspurðra repúblikana vera vissir um að Obama vilji í raun að hryðjuverkamennirnir fari með sigur af hólmi", eins og það er orðað.
Tekið af fréttavefnum www.visir.is þann 25.02.2010.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Tenglar
Góðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 18
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Obama er með yfirburðar-stöðu vegna sinnar sanngirni og réttlætis-baráttu.
Margur hefur verið öfundaður af minna tilefni. Aumur er öfundlaus maður (öfga-hægri-maður)
Þeir hafa hátt núna sem ekki skilja mikilvægi mannúðar og réttlætis, eins og alltof margir hægrisinnaðir um þessar mundir í heiminum.
Grundvöllur fyrir friði og velgengni allra (líka þeirra ríku) er að allir njóti réttlætis. Sá sem lifir í vellystingum og sér ekkert athugavert við að aðrir deyji úr hungri og sjúkdómum í sama landi, á sér ekki mikla né glæsilega framtíð. Það eiga þessi spilltu hægri-öfga-menn eftir að læra.
Obama veit og skilur hinsvegar mikilvægi þess til að velferð dafni.
Það ógnar skilningsvana auðmanna-gervi-veröld svo mikið að nú búa þeir til lygasögur og rógburð til að blekkja almenning, (án tilætlaðs árangurs ) sem lýsir vel hjartalagi og hugarfari þessara auðmanna-valda-níðinga. Hjarta-fátækt þeirra er átakanlega mikil.
Gömul og þekkt aðferð valdasjúkra auðmanna, en úrelt í menningarheimi þroskaðra manna. Þökk sé Obama að nota valdið til að koma á réttlæti. Hann er góð fyrirmynd. M.b.kv. Anna
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 25.3.2010 kl. 10:09
Allir hægrimenn eru blindir ;)
Birna Björt (IP-tala skráð) 29.3.2010 kl. 22:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.