Laugardagur, 20. febrúar 2010
Öskudagurinn
Nú er öskudagurinn nýliðinn. Hin nýja íslenska hefð er að börn gangi í búningum um þéttbýli landsins og kaupi sér nammi með söng af fyrirtækjum og stofnunum.
Auðarskóli er fyrsti skólinn sem ég starfa í sem það er hefð að nemendur komi við í söngvagöngum sínum. Í hinum skólunum forðuðust nemendur að heimsækja skólann á öskudag. Í Auðarskóla var vel tekið á móti hópunum og myndir teknar af þeim öllum og birtar á heimasíðu skólans. Slóð hér.
Rikki lét ekki sitt eftir liggja og klæddi sig upp sem "nörd". Búningurinn fór honum svo vel að það hvarflaði að okkur að hafa hann bara svona í framtíðinni.
Rikki fékk mikið nammi og borðaði það fram á nótt án þess að fá svo mikið sem í magann. Geri aðrir betur.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Tenglar
Góðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Bwhahaha snilldar mynd af Rikka :) sammála hann ætti alltaf að vera svona bara! en öööfuuund á hann að geta borðað svona mikið nammi og fundið ekkert til í maganum!!!
Birna Björt (IP-tala skráð) 20.2.2010 kl. 19:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.