Leita í fréttum mbl.is

Eru vextir af því illa ?

Á fyrstu öldum kristninar var ekki leyfilegt að taka vexti meðal kristinna manna.  Gyðingum var hinsvegar heimilt að gera þetta og því urðu þeir m.a bæði framalega í viðskiptum og óvinsælir meðal sumra kristinna þjóða.  í Islam er þetta litið illu auga og því eru ekki teknir vextir í bönkum þar með beinum hætti, heldur reynt að fara aðrar leiðir. Vaxtataka var álitn af því illa og er svo enn meðal hundruð milljóna manna.

Þetta hefur að sjálfsögðu breyst og nú fara kristin samfélög fremst í flokki þeirra sem nota bankastarfssemi með vöxtum.  en því er ekki að neita að svo virðist sem okkar hugsun sé komin í þann farveg að án lána sé ómögulegt að framkvæma, að fjárfesta, að halda uppi hagvexti og framvegis. Nútíma bankastarfssemi byggir á þessari innrætingu og hrunið líka.

Svo koma svona dásamlegar fréttir og maður skilur ekki hvernig Orkuveitan og Landsvirkjun þurfa endalaust að endurfjármagna og taka lán fyrir framkvæmdum.  Það er greinilega ástæðulaust...ef menn leyfa sér að hugsa um hlutina út frá gömlum gildum.


mbl.is Byggja virkjun án lántöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þá má nú lesa úr fréttinni að OV taki skammtímalán til að fjármagna verkið, sem þeir breyta líklega í 25 ára lán.

Til þess að Orkuveitan og Landsvirkjun gætu farið í framkvæmdir án þess að taka lán þyrftu þau að eiga á reikningum allt fé til að borga fyrir framkvæmdirnar. Kárahnjúkavirkjun kostaði t.d. 150 milljarða, eingöngu túrbínurnar í Hellisheiðarvirkjun kosta yfir 10 milljarða.

Og hver er réttlætingin fyrir því að þessi fyrirtæki ættu tugi milljaraða á reikningum í bönkum sem gætu hrunið hvenær sem er?

Það er algjörlega óraunhæft að þessi fyrirtæki geti farið í neinar framkvæmdir án þess að taka fyrir þeim lán.

Karma (IP-tala skráð) 12.1.2010 kl. 10:59

2 Smámynd: Eyjólfur Sturlaugsson

Já Karma þú ert með nýju gildin á hreinu allavega.

Eyjólfur Sturlaugsson, 12.1.2010 kl. 19:43

3 identicon

Ef þú ert að gefa í skyn að gildismat mitt sé eitthvað gallað vegna þess að ég bendi þér kurteisislega á hvað þessi athugasemd þín er óraunverulega og hreinlega barnaleg þá get ég alveg upplýst þig að gildin mín teljast varla "ný" á neinn mælikvarða. Nema ef t.d. heiðarleiki, skynsemi og þekking flokkist ekki til þinna "gömlu" gilda.

Annars væri áhugavert að heyra hvernig þú hefðir byggt upp allt orku- og vatnsveitukerfi landsins án þess að fá lán fyrir framkvæmdunum?

Ég býst líka við því að þú hefir vænt aldrei tekið húsnæðislán heldur fjármagnað kaupin á þínu húsnæði með "gömlum" gildum.

Karma (IP-tala skráð) 13.1.2010 kl. 17:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggari

Eyjólfur Sturlaugsson
Dalamaður 
eyjolfur.sturlaugsson@gmail.com

 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband