Þriðjudagur, 5. janúar 2010
Framsókn og Sjálfstæðisflokkur sögðu að ekkert slæmt myndi gerast
Í allri umræðunni um Icesave voru fulltrúar Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins afar duglegir að sannfæra almenning um að ekkert slæmt myndi gerast þótt nýju lögunum yrði hafnað. Þeir sögðu að hægt yrði að ná betri samningum við Hollendinga og Breta; að samningsstaða Íslands hefði batnað.
Raunin er önnur. Gríðarlega sterk viðbrögð víðast hvar úr heiminum, sem sýna Íslendinga sem óáreiðanlegar manneskjur. Núverandi ríkisstjórn neyðist til að vinna næstu vikur að því að minnka skaðann eins og hægt er og þjóðin má þola óvissu og að allar væntingar um betri tíð eru nú að hverfa í þoku.
Kemur það á óvart að sömu flokkar og settu landið í hrun, skuli nú með lýðskrumi hafa komið þjóðinni á kaldan klaka ?
Gríðarlega sterk viðbrögð erlendis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Tenglar
Góðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ríkisstjórn Íslands er búinn að segja opinberlega innanlands og erlendis að við fáum ekki betri samning en þennan. helduru að viðsemjendur okkar muni taka upp annan málfluttning þegar þeir fá allt upp í hendurnar? heldurðu að þeir muni gefa eftir þegar ríkisstjórn okkar er fullkomlega fær um að gefa allt eftir í öllum viðræðum við þá?
Fannar frá Rifi, 5.1.2010 kl. 20:06
Framsóknarmenn og Sjálfstæðismenn keppast nú í dag við að segja að auðvitað borgum við þessa Icesave skuld ! Þetta eru nú meiri Ragnararnir Reykásarnir... í alvöru þeir líta út eins og skrípakallar... og forsetinn... spriklar með þeim og reynir að endurheimta tapaðar vinsældir... en skaut sig illa í fótinn í dag...
Nýtt hrun í boði forsetans, Sigmundar Davíðs og Bjarna Ben.
Brattur, 5.1.2010 kl. 20:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.