Fimmtudagur, 4. ágúst 2011
Öfgarnar finnast allstaðar er það ekki ?
Ég hugsa að Norðmönnum hafi ekki dottið í hug að mikil hætta fælist í öfgafullum hægrisinnuðum skoðunum. Eftir hryðuverkin sjá Norðmenn nú hlutina í öðru ljósi og kappkosta að mæta öfgaskoðunum með auknu lýðræði og opnu víðsýnu hugarfari. Það er því ekki órökrétt að fylgi við aukna alþjóðlega samvinnu aukist.
Hér á moggablogginu er nokkuð algengt, af þeim sem eru á móti ESB, að nota neikvæð og jafnvel særandi orð um það sem útlent er. Dregin er upp sú mynd að það sé ógn af erlendum áhrifum. Þeir sem aðhyllast ESB eru úthrópaðir og settir í flokk föðurlandssvikara. Það sem er íslenskt er álitið best.
Þannig umræða angar ekki af umburðarlyndi gagnvart fólki né víðsýnu hugarfari. Hún er einkennist af þjóðernisrembingi og niðrandi hugarfari. Ég hygg að slíkt hugarfar og orðræða njóti ekki vinsælda til lengdar í menntuðum lýðræðisþjóðfélögum og en síður eftir hægrisinnuð hryðuverk.
![]() |
Breivik hefur áhrif á skoðanir á ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 14:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Bloggfærslur 4. ágúst 2011
Tenglar
Góðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar