Laugardagur, 13. ágúst 2011
Heitt elskuðu bláberin fá sitt
Á Súðavík er verið að undirbúa skemmtilega hátíð helgina 26.ágúst - 28. ágúst. Um er að ræða alþjóðlega bláberjahátíð hvorki meira né minna. Er von á gestum um langan veg; til að mynda frá Ástralíu. Dagskráin er metnaðarfull og mikið fagnaðarefni að okkar heittelskuðu bláberjum sé gerð svo góð skil.
Ekki er nú staðsettningin neitt slor því víða við Djúpið er svo mikið af aðalbláberjum að það er lyginni líkast. Þannig heldur móðir mín því stöðugt fram að á Snæfjallaströndinni séu bláberin á stærð við litlar appelsínur. Aðstandendur hátíðarinnar hafa sett saman frábæran vef; www.blaberjadagar.com , sem er skylda að skoða.
Þá er það gleðilegt að hinn einstaki vefur www.berjavinir.com hefur hafið fréttir af berjasprettu hér og þar um landið.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 15:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggfærslur 13. ágúst 2011
Tenglar
Góðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar