Leita í fréttum mbl.is

Hafragil

Í meira en 40 ár hef ég ekið framhjá Hafragili á Svínadal. Undanfarin 20 ár hef ég haft áform um að skoða gilið, enda sögufrægt og fallegt að sjá. Það var svo á laugardaginn var sem ég lét verða af þessu.

Við Káta skoðuðum gilið og gengum inn í það neðanvert. Þetta er afar fallegt gil og leynir mjög á sér miðað við hvað maður sér frá veginum hinum megin ár.
Síðan gengum við með brúninni sunnanveðri nokkurn spöl en sáum fljótt að gilið snarbeygir til norðurs. Bæði var gilið óendanlegt að sjá og Káta farin að smala allstórt grösugt svæði að við ákváðum að fara ekki lengra. Við fórum því yfir gilið og lentum í góðu fjallagrasalandi norðanmegin.

Ég var auðvitað með grasapoka á mér.


Bloggfærslur 10. ágúst 2011

Bloggari

Eyjólfur Sturlaugsson
Dalamaður 
eyjolfur.sturlaugsson@gmail.com

 

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband