Leita í fréttum mbl.is

OECD segir íslenskan landbúnað bagga á þjóðinni

"Landbúnaður nýtur tvöfalt meiri verndar á Íslandi en gengur og gerist innan Evrópusambandsins og er verndinmeiri en í flestum löndum OECD. Nauðsynlegt er að aflétta henni sem fyrst að mati Efnahags- og framfarastofnunarinnar.

Skýrsla OECD um Ísland var kynnt í dag en skýrsluhöfundar skoða þar auk annars landbúnaðinn í landinu og komast að þeirri niðurstöðu að miklir styrkir og vernd til handa bændum sé þungur baggi á neytendum og beinlínis haldi niður framleiðni í landinu.

Er mælst til þess að stjórnvöld minnki stuðning við landbúnaðinn verulega með því að afnema alla kvóta og draga úr öðrum beinum styrkjum til landbúnaðarins. Aðeins þannig færist auður frá landbúnaðinum og til annarra atvinnugreina þar sem sóknarfærin eru fleiri og betri. Þá er fullyrt að við slíkt lækki matarverð neytendum til hagsbóta."

Tekið af vef eyjunnar 21.06.2011.

OECD er traust stofnun...en erlend.  Og Íslendingar eru sko ekki fyrir erlenda ráðgjöf eða gagnrýni. Þeir eru sko snjallari en svo.  Íslendingar reka sitt eigið frábæra landbúnaðarkerfi hvað sem einhverjir útlendingar raula og tauta.  Svona málfluttningur verður sko þaggaður í hel af sönnum íslenskum hagsmunahópum.  

Sannið til.

 

 


Bloggfærslur 21. júní 2011

Bloggari

Eyjólfur Sturlaugsson
Dalamaður 
eyjolfur.sturlaugsson@gmail.com

 

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband