Sunnudagur, 22. maí 2011
Hvar eru litlu sætu eldgosin ?
Eftirfarandi er bloggið hans Illuga Jökulssonar frá því morgun á www.eyjan.is
Ómar Ragnarsson sagðist í útvarpinu í morgun hafa fylgst með 23 eldgosum. Það eru líklega nokkurn veginn öll þau eldgos sem orðið hafa á minni ævi.
Einhvern veginn var maður alveg gjörsamlega hættur að taka eldgos hátíðlega. Jú, ég man hvað eldgosið í Heimaey var grafalvarlegt mál, en hefur orðið eitthvert tjón að ráði í eldgosum á Íslandi eftir það? Eldgos virtust orðin bara svona lítil og krúttleg túristagos. Reglulega gaus eitthvað smávegis í Grímsvötnum, en það voru aðallega bara svona huggulegir gosstrókar í fáeina daga svo ekki meir.
Meira að segja ógnvaldurinn mikli, Hekla, virtist gjörsamlega búin að skipta um hegðun frá því sem maður les um í heimildum. Í staðinn fyrir stórhættuleg risagos, þá gaus hún allt í einu fjölmörgum smágosum.
Ekkert af þessu var neitt hættulegt, svo ég var að minnsta kosti hættur að taka mikið mark á eldgosum nema svona sem smá dægradvöl. Eldgos voru hætt að vera ógnvekjandi. Þau voru ekki lengur Mikki refur, þau voru Lilli klifurmús.
Þangað til í fyrra. Þegar Eyjafjallajökull (af öllum eldfjöllum á Íslandi!) sýndi með öskuregni sínu hvað eldgos geta verið í alvörunni. Og í útvarpinu í morgun virtist stefna í eitthvað alvarlegt líka.
Myrkur á Kirkjubæjarklaustri. Mannlíf líklega ekki í hættu að svo stöddu.
Maður varð einhvern veginn þrumu lostinn. Eldgos að haga sér svona illa? Hvað var orðið af litlu sætu eldgosunum sem við vorum orðin vön?
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 10:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 22. maí 2011
Tenglar
Góðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar