Fimmtudagur, 10. febrúar 2011
Samvinnufélög
Það hvarflar að manni að ekki hefði verið slæmt að hafa fleiri samvinnufélög starfandi í landinu og færri hlutafélög í aðdraganda hrunsins. Ofurtrú á hlutafélög og ekki síst einahlutafélög af minnstu tegund virðist hafa gert æði marga trúaða á gróða.
Samvinnufélögin eru rekin á félaglegum og viðskiptalegum grunni. Í lögum um samvinnufélög frá 1991 kemur fram að félögin eru stofnuð á samvinnugrundvelli með því markmiði að efla hag félagsmanna eftir viðskiptalegri þátttöku þeirra í félagsstarfinu.
Það má sjá fyrir sér að kaupfélög á höfuðborgarsvæðinu gæti átt hljómgrunn í kjölfar fákeppni og spillingamála eigenda síðustu ár. Á landsbyggðinni mætti hugsa sér að stofna sammvinnufélgög um akuryrkju svo dæmi séu tekin.
Víða í Evrópu eru samvinnufélög stór þátttakandi í atvinnulífi þjóða og ekki er langt síðan að í Evrópu voru samin ný lög fyrir slíka starfssemi til að styrkja og tryggja enn frekar tilvist þeirra.
Bloggfærslur 10. febrúar 2011
Tenglar
Góðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar