Sunnudagur, 28. nóvember 2010
Að slátra hefðum á aðventunni
Aðventunni fylgja margar hefðir. Sumar eru nær eins hjá öllum en aðrar hafa einhverja sérstöðu hjá hverju heimili fyrir sig. Ég held að hverjum og einum væri nokkuð holt að íhuga hefðir og jafnvel flokka þær í huga sér, sérstaklega ef einhverjum finnst of mikið framundan í þeim efnum.
Það má flokka þetta á einfaldan hátt, t.d. skipta öllum hefðum í tvennt; hefðir sem mér líkar og hefðir sem mér líkar ekki. Það má líka flokka hefðum eftir eðli þeirra; t.d. hefðir sem byggja á samskiptum og nærveru fólks (t.d. jólaboð og aðventukvöld) og hefðir sem snúa að umgjörð (jólaþrif og skreytingar). Ekki síst væri fróðlegt að flokka eða greina jólahefðir eftir aldri t.d. hvaða hefðir hafa flust milli kynslóða í fjölskyldunni (gæti t.d. verið laufabrauðsbakstur) og hvaða hefðir eru alveg splunkunýjar (t.d. að fara á jólatónleika með Frostrósum). Svo er auðvitað hægt að skipta hefðum í flokk þeirra sem eru trúarlegs eðlis og þeirra sem eru það ekki.
Og hver er niðurstaðan. Jú þegar búið er að skoða þessi mál lauslega kemur í ljós þvílíkur aragrúi af hefðum og engan skyldi undra þótt á þessu árstíma sé stress í hámarki, skilnaðir í hámarki og vanlíðan í hámarki.
Það er kannski alls ekki vitlaust að slátra hreinlega slatta af hefðum þeim sem maður hefur ánetjast og finnst flæktur í....og njóta betur þeirra sem maður setur á.
Bloggfærslur 28. nóvember 2010
Tenglar
Góðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar