Fimmtudagur, 14. október 2010
Fyrsti vetrardagur
Eitt helsta gaman yngri nemenda í frímínútum þessa dagana er að fanga fiðrildi. Þegar rölt er um þorpið má sjá Vallhumal í fullum blóma ásamt Fíflum, Hvítsmára og einstaka Gulmuru. Úlpur og aðrar yfirhafnir hafa varla verið notaðar það sem af er hausti. Það virkaði því eins og löðrungur þegar einhver nefndi við mig "nagladekk", ... svo fjarlægur virðist vetur konungur vera. Og fyrstu jólaauglýsingarnar ...eru að berast inn um lúguna.
En það dimmir og Aspirnar hafa loksins fallist á að láta lauf sín af hendi. Fyrsti vetrardagur nálgast og virðist í fyrsta sinn vera á réttum stað í dagatalinu.
Bloggfærslur 14. október 2010
Tenglar
Góðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.9.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 206646
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar