Miðvikudagur, 6. janúar 2010
En ef forsetinn hefði nú haft virðingu ?
Eg spyr mig þeirrar spurningar hvort þetta snúist ekki hreint og beint um fyrri verk forsetans. Ef blessaði forsetinn okkar, sem synjaði undirritun, hefðu nú verið vinsæll og farsæll forseti - hvað þá ?
Forseti sem hefði um leið og hrunið reið yfir rofið útsendingu sjónvarpsstöðva og talað uppörvandi til þjóðar sinnar líkt og Vigdís gerði þegar snjóflóðið féll á Súðavík. Forseti sem hefði dag og nótt ferðast milli vinnustaða og landshluta og hvatt fólk áfram og kynnt sér aðstæður og síðast en ekki síst forseti sem hefði notað erlend tengsl sín til þess að vinna að málstað landsins.
Þess í stað hvarf forsetinn snögglega af vettvangi strax eftir hrun, skammaði sendirráðsmenn í veislu, mismælti sig hvað eftir annað í viðtölum við erlenda blaðamenn og gat ekki þvegið af sér þá smán að hafa mært útrásarvíkinga í öllum ræðum sínum og ferðast með þeim um heiminn. Veit ekki um einn einasta mann sem hefur fundið fyrir stuðningi í hruninu frá forsetaembætti voru.
Fólkið hefur ekki treyst herra Ólafi í lengri tíma og eðllega slegið yfir ákvörðun hans nú og það er megin skýring þess að meirihluti þjóðarinnar er andvígur ákvörðun hans.
![]() |
Meirihluti andvígur ákvörðun forsetans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 6. janúar 2010
Tenglar
Góðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.9.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar