Sunnudagur, 20. september 2009
Byggingarverktaki óskast í Búðardal
Á gullaldarárum verktaka náðu þeir að byggja svo mikið af húsnæði að núna standa einhver þúsund íbúða tilbúinnar og tómar og annaðeins er óklárað. Verktakarnir höfðu að sjálfsögðu mestan áhuga á svæðum þar sem þennsla var og uppgangur í atvinnulífi.
Í Búðardal var lítið byggt af húsum á þessu tímabili en nokkuð þó. Fólk fluttist í þau strax og nú í kreppunni hefur atvinnuleysið ekki náð til Dala og því enginn að flytjast burtu vegna þess. Þvert á móti hefur verið nokkur aukin ásókn í að komast í húsnæði í Búðardal.
Húsnæðisskorturinn er því allverulegur í Búðardal og nágrenni. Leiga á minni íbúðum fer yfir 100.000 kr og afarlítið af húsnæði í byggingu og ekkert til sölu.
Hefur ekki einhver byggingarverktaki áhuga á því að byggja hús í Búðardal ?
Bloggfærslur 20. september 2009
Tenglar
Góðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.9.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar