Mánudagur, 22. júní 2009
Skemmtileg ferð
Ferðalagið norður í Skagafjörð var mjög skemmtilegt. Við fengum 2 gráðu hita fyrstu nóttina og 1 stigs frost þá næstu. Það var hálfkalt í tjaldvagninum þessar nætur. Siðan fengum við bara hið besta veður. Og tjaldvagninn reyndist mjög vel.
Við vorum á ráðstefnunni um langömmu Elinborgu á föstudaginn og gekk hún afar vel. Flott framtak þessi ráðstefna. Það mætti um 90 manns.
Á laugardegi vorum við á Sigló og þar var alveg himneskt veður. Margt hefur breyst þar síðan við vorum þar fyrir um það bil 5 árum síðan. Komin göng, varnargarðar og búið að fylla upp í tjörnina fyrir framan gamla húsið okkar á Eyrarflötinni....samt sami fallegi bæjarbragurinn.
Á sunnudag vorum við á Akureyri í 20 stiga hita. Héldum okkur úti allan daginn fyrst í sundi og svo í Kjarnaskógi.
Í dag fórum við svo hringinn í kringum Vatnsnesið. Skoðuðum Borgarvirki, Hvítserk, seli og æðarvarp.
Myndir koma tæplega strax en ég tók helling...því ég er að leggja strax af stað í aðra ferð á morgun. Þarf að vera kominn á Rauðasand á miðvikudagskvöld, en þar hefst nokkra daga gönguferð um Látrabjarg, sem ég fer með pabba og mömmu í.
Nóg að gera....
Bloggfærslur 22. júní 2009
Tenglar
Góðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.9.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar