Leita í fréttum mbl.is

Skemmtileg ferð

Ferðalagið norður í Skagafjörð var mjög skemmtilegt.  Við fengum 2 gráðu hita fyrstu nóttina og 1 stigs frost þá næstu.  Það var hálfkalt í tjaldvagninum þessar nætur.  Siðan fengum við bara hið besta veður.  Og tjaldvagninn reyndist mjög vel.

Við vorum á ráðstefnunni um langömmu Elinborgu á föstudaginn og gekk hún afar vel.  Flott framtak þessi ráðstefna.  Það mætti um 90 manns.

Á laugardegi vorum við á Sigló og þar var alveg himneskt veður.  Margt hefur breyst þar síðan við vorum þar fyrir um það bil 5 árum síðan.  Komin göng, varnargarðar og búið að fylla upp í tjörnina fyrir framan gamla húsið okkar á Eyrarflötinni....samt sami fallegi bæjarbragurinn.

Á sunnudag vorum við á Akureyri í 20 stiga hita.  Héldum okkur úti allan daginn fyrst í sundi og svo í Kjarnaskógi.

Í dag fórum við svo hringinn í kringum Vatnsnesið.  Skoðuðum Borgarvirki, Hvítserk, seli og æðarvarp.

Myndir koma tæplega strax en ég tók helling...því ég er að leggja strax af stað í aðra ferð á morgun.  Þarf að vera kominn á Rauðasand á miðvikudagskvöld, en þar hefst nokkra daga gönguferð um Látrabjarg, sem ég fer með pabba og mömmu í.

 Nóg að gera.... 


Bloggfærslur 22. júní 2009

Bloggari

Eyjólfur Sturlaugsson
Dalamaður 
eyjolfur.sturlaugsson@gmail.com

 

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband