Þriðjudagur, 3. febrúar 2009
Hlaðan er góð
Ég kann allra best við það að lesa í Þjóðarbókhlöðunni af þeim stöðum sem ég prófað í Háskólanum. Plássið er gott, maður getur setið við glugga og svo er líka þessi ljómandi kaffitería þar sem kaffið kostar aðeins 100 kr með ábót.
Stólarnir í Hlöðunni eru hinsvegar ekki nægilega góðir og fer maður að finna fyrir því eftir um það bil tvo tíma. Það eru reyndar líklega þrjár tegundir, sem eru misslæmar, en þær eiga það allar sameiginlegt að setan hallar of mikið aftur eða ekkert fram. Þannig að þegar maður hallar sér fram á borðið, þá fer mann að verkja í aftanverð lærin eftir einhverja stund.
Mamma segir reyndar að þetta leysi ég bara með því að hafa með mér kodda til að sitja á....já kannski að maður prufi það.
Bloggfærslur 3. febrúar 2009
Tenglar
Góðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar