Miðvikudagur, 11. febrúar 2009
Ég man eftir fyrstu spjallrásinni.
Ég man eftir því þegar ekki var sjálfvirkur sími heima og allir gátu hlustað þegar aðrir voru að tala saman. Maður heyrði andardrátt á línunni og einnig þegar einhver tók tólið af eða setti það á.
Einu sinni á ári var okkur unglingunum í sveitinni leyfilegt að "hlusta og ærslast" í símanum. Það var kvöldið þegar þorrablót sveitarinnar var haldið. Þá fóru unglingarnir, sem heima sátu, ásamt einstaka barnapíu og slógu á létta strengi í símanum. Þetta var í raun þrælfín spjallrás...sú fyrsta sem ég kynntist.
Merkilegt eftir á að hyggja að fullorðna fólkið skyldi ekki taka kvöld og kvöld svona saman líka og fara með kveðskap og gamanmál.
Bloggfærslur 11. febrúar 2009
Tenglar
Góðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar