Mánudagur, 7. desember 2009
Tahiti
Ég geri mér það stundum til skemmtunar og dundurs að ferðast um heiminn á Google Earth. Lengst af hef ég verið að ferðast um eyjar undan ströndum Afríku en er nú kominn til Asíu. Það er hægt að upplifa ótrúlega mikið í gegnum þennan glugga sem tölvan veitir. Ég horfi t.d á myndbönd með þjóðdönsum, hátíðum og ferðalögum fólks, les upplýsingar um land og þjóð og skoða ljósmyndir af umhverfi og náttúru.
Það kemur alltaf eitthvað á óvart. Ég var t.d á Tahiti alla helgina og þar komst ég m.a að því að það er franskt landsvæði með franska þjóðtungu og franskt velferðarsamfélag...og líka að þar finnast svartar baðstrendur...sem er mjög sjaldgæft...eins og á Íslandi.
Sjá myndir á þessari slóð: VááennflottáTahiti
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 11:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggfærslur 7. desember 2009
Tenglar
Góðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.9.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar