Þriðjudagur, 6. október 2009
Hlustum á þennan mann
Einhvernveginn þá leggur maður við hlustir þegar Gylfi Magnússon talar. Hann er sérlega skýr og áheyrilegur og ég held að það sé langt síðan við höfum haft svona góðan viðskiptaráðherra. Ég vona að honum verði ekki hent út úr ríkisstjórninni um áramótin.
![]() |
Hrunið í eðli sínu tjón á pappír |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 6. október 2009
Hvar varst þú 6.október 2008 ?
Það er komið ár frá því að ískenska bankakerfið hrundi...hrunið er semsagt ársgamalt í dag. Ég man mjög vel eftir þessum degi...var á leið frá Selfossi í Háskólann í tíma. Fréttirnar voru fullar af dramatískum upplýsingum.
Fyrsti tíminn var Hagfræðitími og Kristen Flygering hafði eitt og annað um málið að segja ásamt fjölda nemenda. Mig minnir líka að í kennslustundum þann daginn hafi verið óvenju mikil forföll.
Það sem mér var minnistæðast var upplifunin; manni leið eins og peði. Algjöru peði í tafli annarra.
Bloggfærslur 6. október 2009
Tenglar
Góðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.9.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar