Fimmtudagur, 25. september 2008
Einelti drepur
Fyrir nokkrum árum fór Stefán Karl leikari um landið og hélt marga góða fundi með foreldrum og börnum í landinu. Í framhaldinu voru Samtökin Regnbogabörn stofnuð. Á þessum fundum heyrði ég í fyrsta skipti orðasamsetninguna "Einelti drepur".
Þessi orð hafa oft verið notuð í eineltisumræðunni bæði um andlegan dauða og líkamlegan dauða (þá oftast sjálfsvíg). Hér í þessari frétt fá þessi orð; "einelti drepur" enn eina víddina.
Þolendur eineltis geta upplifað "helvíti á jörð", svo ógurlegur og niðurbrjótandi er sársaukinn. Þetta á við þolendur á öllum aldri. Upplifunin getur verið sú að manneskjan í nánasta umhverfi bregðist siðferðislegri skyldu sinni, þar sem hún aðhefst annaðhvort ekkert til að stöðva eineltið eða tekur þátt í því. Upplifunin er að vera einn og að fólk almennt sé til alls líklegt og því sé ekki treystandi. Margt að því er beinlínis vont fólk og fær stuðning hinna í atferlinu. Og oftast er þessi upplifun, því miður, að alltof miklu leiti byggð á raunverulegum aðstæðum.
Matti Juhani Saari varð fyrir einelti og hefur hugsanlega upplifað "helvíti á jörðu". Upplifað mannvonskuna inn að innsta beini og í kjölfarið gripið til vopna. Það var komið að honum að lsnúa dæminu við og láta aðra finna fyrir "helvíti á jörðuj".
Ég man ekki til þess að hafa lesið um svona ódæði sem tengist beint einelti. Það er hinsvegar virkilega óhuganleg tilhugsun ef aðrir ungir þolendur eineltis sjá aðferð Matta, í framhaldinu, sem eftirsókna leið. í sínum sársauka.
![]() |
Ódæðismaðurinn hringdi í vin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 25. september 2008
Tenglar
Góðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar