Sunnudagur, 26. október 2008
Bara til...
Þegar kreppan er yfirstaðin og fólk farið að ferðast á nýjan leik þarf maður eiginlega að fara að leita að stað þar sem Íslendingar verða ekki að aðhlátursefni.
Mig langar t.d ekki mikið akkúrat núna til London eða Kaupmannahafnar. Veit ekki með Skotland, hvort það gengi. Hinsvegar gæti ég vel trúað að Írland gengi ágætlega, þeim er alveg í blóð borið að hafa horn í síðu Englendinga; óvinir Englands eru næstum sjálfgefnir vinir þeirra.
Svo má trúlega alveg gefa sér að Færeyingar taki vel á móti manni og kannski Norðmenn. Síðan er ég alveg viss um að allar Múhameðstrúarþjóðirnar hafa ekkert meira á móti okkur eftir bankakreppuna en fyrir hana.
Já...hversvegna skyldi það nú vera.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 26. október 2008
Tenglar
Góðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar