Föstudagur, 24. október 2008
Fall flakkarans
Það er því miður satt; flakkarinn minn datt í gólfið í miðri vinnslu. Svona óhapp sem ekki á að geta komið fyrir. Tölvuviðgerðaverkstæðið segir að hann sé svo mikið bilaður að ekki sé hægt að ná út af honum gögnum. Önnur verkstæði segja að það sé hægt, en þá þurfi að opna hann og það sé bara gert erlendis. Kosti hugsanlega um 100.000 kr.
Fall flakkarans kom illa við mig. Inni á honum voru fjölskyldu- og ferðamyndir í þúsundatali, eða frá árinu 2004 ásamt haugi að skönnuðum gömlu myndum sem ég var að vinna með. Einnig mikið af stafrænum vídeóklippum. Myndirnar voru í minni eign, Birnu og Rikka.
Og nú get ég ekki fengið mig lengur til að taka upp myndavélina og taka myndir...ekki strax allavega.
Bloggfærslur 24. október 2008
Tenglar
Góðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar