Fimmtudagur, 30. ágúst 2007
Með takkaförin á kinninni
MSN er ekki hættuleg og ekki heldur tölvuleikir. Hvorutveggja er getur bæði verið gagnlegt og skemmtilegt.
Það er hinsvegar óhófið sem er óhollt í þessu sem víða annarsstaðar. Þegar kastast illilega í kekki milli barna og foreldra vegna tölvunotkunar, sem farið hefur úr böndunum, er nánast í öllum tilvikum illa komið og vandinn fengið að vera óáreittur of lengi. Hinn þjáði tölvufíkill er í raun búinn að tapa áttum í svo mörgu; vansvefta, félagslega einangraður og með nám eða vinnu í klúðri.
Ég man eftir dreng sem kom eitt sinn í skóla hjá mér, reyndar alltof seint, með takkaförin á kinninni. Hann hafði lognast útaf við tölvuna kl. 5.00 hélt hann og hrökk upp þegar móðir hans vakti hann kl. 9.00.
![]() |
Lögregla kölluð til vegna deilna um tölvunotkun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 30. ágúst 2007
Tenglar
Góðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar