Leita í fréttum mbl.is

Vestmannaeyjar

Þá er maður nýkominn heim úr tveggja daga ferð með fjölskyldunni til Vestmannaeyja.  Ferðin var hin skemmtilegasta og veðrið dásamlegt báða dagana.  Við gistum á Farfuglaheimilinu í Eyjum og var fjölskyldan (13 manns) með húsið útaf fyrir sig.  Aðbúnaður var hinn besti í húsinu og staðsetning þess góð.

Krummi í VestmannaeyjumÞegar maður skoðar sig um í Heimaey kemur eiginlega á óvart hversu allt er snyrtilegt í bænum og á stöððum þar sem ferðamenn eru að skoða sig um.  Ótrúlegustu vegir eru malbikaðir og allar gönguleiðir vel merktar.  Þá kom það eiginlega á óvart hversu margt er þarna að skoða; okkur dugði tæplega þessir tveir dagar til þess að skoða og upplifa eyjarnar.

Annað sem kemur á óvart er að bærin sjálfur er allur " skipulegslega heilbrigður eða náttúrulegur" þ.e verktakar eru greinilega ekki búnir að skemma hann eins og flest ný hverfi á "uppbyggingar" svæðum í krinum höfuðborgina. Í eyjum eru ekki heilu hverfin nákvæmlega eins, með litlar lóðir, urmul að raðhúsum og blokkir með rassinn í hverri annarri.  Hér eru margskonar hús, sem sum snúa jafnvel öðruvísi en önnur.  Og nóg af plássi milli hverfa, fullt af opnum svæðum og götur eru breiðar.

Það eina leiðinlega sem maður upplifði var Herjólfur.  Hræðilega leiðinlegt að velkjast þetta fram og til baka í 3 klukkutíma.  Það verður rosalegur munur 2010 þegar Eyjamenn verða aðeins 20 mínútur í land.  Skattfé okkar er vel varið í þá samgöngubót.

Læt fylgja fallega mynd sem ég náði af Krumma og Eyjum.


Bloggfærslur 12. ágúst 2007

Bloggari

Eyjólfur Sturlaugsson
Dalamaður 
eyjolfur.sturlaugsson@gmail.com

 

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband