Leita í fréttum mbl.is

Ferðaþjónusta í Tyrklandi

Í Tyrklandi má finna allar tegundir ferðaþjónustu.  Gæðin eru eins; þau eru afar fjölbreytt.  Við fórum eina stóra ferð saman, sem tók um 12 tíma.  Ferðin var ágæt í heild sinni en nokkuð frá því sem sölumaðurinn sagði ,sem seldi ferðina.  Ég ætla ekki að eyða miklum tíma í að segja hvað fór úrskeiðis, en við náðum hinsvegar afar góðri mynd af þeim manni sem fór hvað mest í taugarnar á okkur í ferðinni.

Tyrknesk ferðaþjónustaÞað skal tekið fram að í Tyrklandi er það mikill ósiður að taka myndir af ókunnugu fólki og þá sérstalega konum (tala nú ekki um ef það eru nú eiginkonur einhvers í grendinni).  Svo Gugga var mjög hugrök þegar hún mundaði myndavélina og smelti af þessari mynd.

Þessi maður var skipstjóri um borði í skipi (sem reyndist lítill bátur) og sigldi með okkur mestallan daginn.  Hann sagðist vera hálfur Rússi og hálfur Tyrki og talaði flest tungumál (fannst honum).  Þegar hann var ekki að selja okkur eitthvað eða spila músík og klappa með, eða reykja...þá dottaði hann stundum þarna uppi á kælikistunni. Og þar hafði hann reyndar skrifað verðin á drykkjunum sínum mjög skýrt og fallega.  En við keyptum reyndar næstum ekkert af kallinum...og því lagði hann okkur í einelti í ferðinni...svona kurteisilegt einelti.

En Gugga náði fram hefndum. 


Bloggfærslur 29. júlí 2007

Bloggari

Eyjólfur Sturlaugsson
Dalamaður 
eyjolfur.sturlaugsson@gmail.com

 

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband