Leita í fréttum mbl.is

Með DOLMUSH í Tyrklandi

dolmushStrætisvagnakerfið í Marmaris var skemmtilegt.  Strætisvagnarnir(DOLMUSH-arnir) eru litlir; ekki meira en 20 manns í sæti. Hinsvegar var oft stappað í þá fólki og ég veit eiginlega ekki hversu margir gátu troðið sér inn í einn vagn.  Nafnið Dolmush þýðir líka " troðið eða stappað". Ökumennirnir eiga vagnana sjálfir og sjá um rekstur þeirra.   Strangt eftirlit er með vögnunum og þurfa þeir að uppfylla nokkuð strangar kröfur um ásigkomulag og öryggi.

Vagnarnir eru ekki á tímaáætlun en  Þeir aka hinsvegar fyrirfram ákveðna leið.  Bíðskýli eru um allt þar sem hægt er að bíða í skugga eftir vagninum en einnig  er hægt að veifa þeim hvar sem er á leið þeirra til þess að fá far.  Þá stoppa þeir ef þeir eru ekki fullir.   Sami háttur er viðhafður inni í vagninum, maður segir bara stopp og þá stoppar vagninn og manni er hleypt út.  Flestir vagnarnir voru aðeins opnir að aftan og ef var troðið í þá komst maður ekki með fargjaldið til vagnstjórans.  Þá rétti maður einfaldlega peninginn næsta manni sem kom þeim áleiðis til vagnstjórans.  Stundum fékk maður meira segja til baka meða sama hætti.

Þetta er furðu þægileg ódýr og afslöppuð þjónusta og aldrei þurftum við að bíða lengi eftir vagni, enda fjöldi þeirra talsverður.   Tyrkirnir stóðu alltaf upp fyrir eldra fólki og konum.  Hinsvegar er ég ekki viss um að þeir hafi vitað hvað biðröð er.


Bloggfærslur 19. júlí 2007

Bloggari

Eyjólfur Sturlaugsson
Dalamaður 
eyjolfur.sturlaugsson@gmail.com

 

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband