Mánudagur, 16. júlí 2007
Svona er það þarna
Í Tyrklandi er bannað að byggja hús á ferðamannastöðum frá maí nóv. Þetta er gert svo byggingaframkvæmdir trufli ekki ró gesta Tyrklands. Því má víða sjá hálfkláruð hús og hótel í Marmaris.
Árið 2005 var ráðist að fullri hörku gegn verðbólgu í Tyrklandi og m.a var gerð myntbreyting. Nýja tyrkneska lýran er um 48 íslenskar krónur. Við myntbreytinguna var hvorki meira né minna en 6 núllum slátrað, þ.e 1 ný líra er jafnmikið og 1.000.000 gamlar.
Fram til ársins 1995 þurftu Tyrkir ekki að taka bílpróf. Þeir þurftu aðeins um 18 ára aldur að sýna fram á að þeir væru heilbrigðir. Þá máttu þeir keyra bíl. Það eru því aðeins rúmlega 10 ár síðan að Tyrkir fóru að læra umferðareglur og ýmis öryggisatriði. Þetta má glögglega sjá í umferðinni í Tyrklandi; hún er kaos.
Tyrkneskir karlmenn mega giftast konum sem eru kristnar eða gyðingar. Þeir mega hinsvegar ekki giftast konu sem er búddatrúar. Tyrkneskar konur mega hinsvegar ekki giftast nema múslimum. Margir tyrkneskir karlmenn sem vinna við ferðaþjónustu reyna að kynnast vestrænum konum og komast með þeim úr landi. Þetta er draumur og takmark sem aðeins þeir hólpnu ná. Við urðum áþreifanlega vör við þetta í ferðinni.
Vinnudagur venjulegs þjóns á hóteli eða skemmtistað eru um 16 tímar á dag. Engir frídagar og stundum ekkert kaup nema þjórfé. Engu að síður eru þetta eftirsóknarverð störf. Best er að vera þjónn á fínu hóteli, sem jafnvel starfar allt árið.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 20:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 16. júlí 2007
Tenglar
Góðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar