Leita í fréttum mbl.is

Bónus

Þegar ég bjó á Siglufirði var næsta Bónusverslun á Akureyri.  það tók fulla tvo tíma hvora leið að aka þangað um vetur en fór niður í einn og hálfan tíma að sumri.   Því var það nánast því heilög skylda að koma við Bónus ef maður átti leið um Akureyri.  Stundum tókum við Gugga sitthvora körfuna og troðfylltum þær.  Síðan var pokum komið fyrir út um allan bíl.  Við ræddum það gjarnan hversu bagalegt það væri að Siglfirðingar gætu ekki verslað í Bónus dagsdaglega, því ómæld hlunnindi væru fólgin í því.

Þegar við fluttum á Selfoss gátum við tekið gleði okkar á ný því nú var hægt að fara í Bónus daglega eða oftar ef okkur langaði mikið til þess.  En eftir að vera búin að versla í Bónus í tæp fimm ár er komin ægileg Bónusþreyta í okkur og nennum við varla að versla þarna lengur. Verslunin er alltaf hálf full og sami innkaupahringurinn orðinn þreytandi.   En verðið er svo miklu lægra en í öðrum matvöruverslunum á Selfossi að við höldum þetta enn út. 

Nú viljum við Gugga fá nýja Bónusverslun á Selfoss, sem yrði margfallt stærri og skemmtilegri en núverandi verslun.   Svona breytast nú viðmiðin.....


Bloggfærslur 30. apríl 2007

Bloggari

Eyjólfur Sturlaugsson
Dalamaður 
eyjolfur.sturlaugsson@gmail.com

 

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 206650

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband