Þriðjudagur, 24. apríl 2007
BUGL
Barna- og unglingageðdeild Landspítalans annar ekki þörf á sínu sviði. Börn og unglingar hafa með aðstandendum þurft að bíða lengi, stundum talið í árum, eftir meðferð. Bráðtilfelli fá forgang, þ.e þegar svo illt er í efni að hætta stafar af. Ef barni t.d mistekst að taka líf sitt, þá fær það inni á BUGL....en ekki á meðan vandi þess var minni.
Þessi bága staða barna og unglinga með geðraskanir heldur velli árum saman þótt rækilega sé á stöðuna minnt í ræðu, riti og í sjónvarpi. Aðstandendur, læknar og fjölmiðlafólk reynir hvað eftir annað að koma málum á hreyfingu og fá ríkisvaldið til að bæta stöðu þessa þjáða fólks.
Efitt að skilja þetta í landi þar sem smjör drýpur af hverju strái.
Bloggfærslur 24. apríl 2007
Tenglar
Góðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.9.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 206650
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar