Leita í fréttum mbl.is

Ég er þá eins og flestir...

Ég verð að segja að mér stórlétti þegar ég sat og horfið á sjónvarpfréttir á Rúv nú í kvöld.  Þar var birt niðurstaða úr könnun þar sem afstaða fólks til þess að takmarka aðflutt vinnuafl til landsins hafði verið skoðuð.   Samkvæmt fréttinni telja um 60% Íslendinga rétt að takmarka eitthvað streymi innflytjenda.  Úff  mikið var ég feginn að sjá þessar niðurstöður !

Ástæðan er sú að ég hef verið að fylgjast með pólitískum umræðum í sjónvarpi og blöðum og þar hafa allir frambjóðendur í Sjáfstæðisflokki, Framskóknarflokki, Samfylkingu og Vinstri grænum  verið 100 % sammála um að vera á móti afstöðu Frjálslyndaflokksins í þessum málum.  Þar sem mér hefur fundist innflytendaumræða Frjálslyndaflokksins mikilvæg og góð hefur mér liðið eins og dæmdum rasista undir viðbrögðum hinna flokkanna.  Vart þorað að minnast á við mína nánustu að mér finnist ekki skyndilegur fjöldi innflytenda vandamálalaus.  Heldur þvert á móti þá hafi ég bara talsverðar áhyggjur af þessari skyndilegri og stjórnlausu þróun.

En nú er semsagt bara komið í ljós að 60 % Íslendinga eru bara á svipaðri skoðun og ekki bara það heldur er meirihluti fólks í öllum flokkum nema Samfylkingu á þessari skoðun.   Um 70 % framsóknarmanna eru á þessari skoðun, svo dæmi sé nefnt.

Ég er þá eins og flestir aðir Íslendingar hvað þetta varðar þegar allt kemur til alls.


Bloggfærslur 15. apríl 2007

Bloggari

Eyjólfur Sturlaugsson
Dalamaður 
eyjolfur.sturlaugsson@gmail.com

 

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 206650

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband