Leita í fréttum mbl.is

Júdó

Á Selfossi er starfrækt Júdódeild á vegum Ungmennafélags Selfoss.   Um tilvist þessarar deildar vissi ég fyrst þegar Keli sagðist síðastliðið haust hafa prufað að fara á júdóæfingu.  Hann hélt áfram að sækja æfingar og áður en langur tími var liðinn fór Stulli líka að sækja æfingar.  Stuttu síðar urðu þeir helteknir af íþróttinni.   Þegar ég fór að spyrjast fyrir um þetta kom í ljós að deildin er nokkuð virk með um 50 iðkendur á sínum snærum.

Hér á Selfossi fer mest fyrir handbolta, fótbolta og fimleikum.  Það er kannski í samræmi við íþróttina að deildin fer ekki mikinn í umræðunni en hlúir vel að sínu.  Ég vil allavega vekja athygli á þessari deild og þeirri frábæru starfssemi sem fer þarna fram.  Þarna er virkilega gott starf í gangi og deildin sendir ekki félaga á mót án þess að þeir komi ekki heim með fullt af verðlaunum.   Íþróttin reynir á snerpu, jafnvægi, lipurð og úthald.  Allir sem leggja rækt við hana fá mjög góða alhliða hreyfingu.


Bloggfærslur 12. apríl 2007

Bloggari

Eyjólfur Sturlaugsson
Dalamaður 
eyjolfur.sturlaugsson@gmail.com

 

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 206650

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband