Þriðjudagur, 10. apríl 2007
Ellimerki ?
Með árunum hef ég einhvernveginn orðið sannfærðari og sannfærðari um að ég hafi hlotið afar gott uppeldi og notið mikillar ástúðar og búið við örvandi og uppeldisvænar aðstæður. Er farinn að horfa um öxl og hugsa um liðna tíð í slíkum ljóma að mér hitnar. Ekki sé ég nema örfáa lítilsverða galla á uppeldi mínu.
Á hinn bóginn sé ég allstaðar galla á mínum aðferðum í uppeldinu. Aðeins ein heit máltíð á dag og næstum aldrei hafragrautur. Kók í lítravís og sofið frameftir í öllum fríum. Algjörlega vonlaust að keppa við mömmu í þrifum, tiltekt og saumum. Bjargar vísu heilmiklu hversu auðvelt er að kaupa heilu máltíðirnar. Vantar samt enn tæki sem gengur frá þvottinum.
Þetta eru sennilega ellimerki; allt svo gott í "denn" og allt að fara úr böndunum í "núinu".
Bloggfærslur 10. apríl 2007
Tenglar
Góðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.9.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 206650
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar