Sunnudagur, 4. mars 2007
Hundasýning
Fjölskyldan skrapp á hundasýningu Hundafélags Íslands í Reykjavík. Sjálfur hef ég ekki farið áður á svona hundasýningu. Eftir að hafa horft á keppni í nokkrum deildum (eftir hundakyni) varð mér ljóst að þetta er talsvert mál. Mér sýndist t.d keppnin hjá Sheffer vera hátt í tvo tíma þannig að keppinstörn þeirra var nú allnokkur. Þá var merkilegt að sjá hversu fáir hundar geltu, þrátt fyrir aðstæður. Við kunnum því miður ekki á þessar leikreglur né þekktum til einstakra hunda. T.d vitum við ekki til dæmis ekki til hvers þessum mislitu borðum er dreyft af dómurum.
En uppúr stóð samt hversu margir hundarnir þarna voru aðlaðandi, fallegir og vel uppaldir. Káta okkar er svo sem allt þetta þótt ekki geti hún keppt meðal hreinræktaðra hunda.
Bloggfærslur 4. mars 2007
Tenglar
Góðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.9.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 206650
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar