Leita í fréttum mbl.is

Umhverfisumræða - þökk sé Kárahnjúkum

snaefellÞað verður greinilegra og greinilegra að umhverfissinnum á Íslandi hefur vaxið mikið fiskur um hrygg síðustu ár.  Þótt umhverfissinnar hafi tapað  "stríðinu" um virkjun við Kárahnjúka þá hefur hreyfing þeirra elfst.  Þessu reiknuðu ríkjandi valdhafar eflaust ekki með.   Hin umdeilda virkjun og hvernig var staðið að henni hefur " búið til" heilu fylkingarnar af umhverfissinnum, gert það að verkum að mun erfiðara verður að virkja almennt og mjög örðugt að fá sett niður álver jafnvel þótt síkt væri hagstætt eða nauðsynlegt fyrir þjóðarbúið. 

Útgáfa Draumalandsins eftir Andra Snæ Magnússon og ganga Ómars Ragnarssonar niður Laugarveginn voru tímamót í þessari umræðu.   Og þegar vel gengur og mörg þúsund manns ganga saman, stofna hreyfingar og stjórnmálaflokka saman, safna þúsundum undirskrifta saman...verður sífellt auðveldara fyrir hinn venjulega "Jón" að hrífast með.  

Ég er ekki alltaf sammála málflutningi þessa fólks, en ég tek ofan fyrir dugnaði þess og elju.  Það holla við þetta allt saman er hversu gott dæmi þetta er um hvernig minnihlutahópur vinnur sig í að verða stór og ráðandi með lýðræðislegum vinnubrögðum.

Í raun má þakka öfluga sveit umhverfissina nú því að farið var út í að virkja Kárahnjúka.


mbl.is Leikhúsgestur rökræddi við leikara í miðri sýningu á Draumalandinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. mars 2007

Bloggari

Eyjólfur Sturlaugsson
Dalamaður 
eyjolfur.sturlaugsson@gmail.com

 

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 206650

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband