Þriðjudagur, 13. mars 2007
Ótrúlega lélegt myndband
Hakan féll, augun stækkuðu og andlitið stífnaði þegar horft var á frumsýningu myndbands með Júróvisjónlaginu hans Eiríks í Kastljósinu í gær. Það er alveg með eindæmum hvað þetta er lélegt og mislukkað. Ein ferð upp í Hvalfjörð þar sem myndefnið var alveg ferlegt í einu orði sagt og marg endurtkekið þar að auki. Afar viðvangingslegt eða þá að sjónvarpið hefur ekki átt krónu eftir í buddu sinni. Myndir úr úrslitakeppninni eru mörgum sinnum viðkunnalegri og betri en þessi framleiðsla.
Svo til að kóróna allt var söngurinn algjörlega óskiljanlegur og viðlagið hvarf í skrýtnum hljóðum.
Úff....hvar er gamla góða Silvía nótt
Bloggfærslur 13. mars 2007
Tenglar
Góðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.9.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 206650
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar