Sunnudagur, 4. nóvember 2007
Margt að gerast
Þetta hefur verið nokkuð viðburðarík vika. Þurfti að játa mig sigraðan og liggja veikur heima í tvo daga; þriðjudag og miðvikudag en það er nú ekki oft sem það gerist.
Á þriðjudag mætti svo nýr fjölskyldmeðlimur í húsið. Skiptineminn Lucia frá Ítalíu. Virðist vera endalaust pláss í mínu litla húsi. Lucia verður vonandi sem lengst hjá okkur og þá fram á sumar. Nú erum við á fullu að læra nýja ítalska hætti. T.d höfum við lært að nota heita mjólk út á morgunkornið í stað þess að vera með hana ískalda beint úr ískáp.
Í gær(laugardag) var ég svo á skemmtilegu Bridge námskeiði hjá Bridgeklúbbi Selfoss. Vorum í sjö tíma að æfa okkur að spila og liggja yfir útspilareglum, köllum og fl. Þetta var mun skemmtilegra en ég hafði gert mér í hugarlund um.
Í gærkveldi var árshátðið leikskólanna í Árborg haldin með miklum glæsileik á Hótel Selfossi. Um 150 manns mættu og skemmtu sér saman. Hljómsveitin Pass lék undir dansi fram eftir nóttu.
Í dag er svo stærsti hluti fjölskyldunnar að fara til RVK til að vera við Kaþólska messu með Luciu, Stulli að keppa í Íslandsmeistarmótinu í handbolta.
Á morgun er 9.bekkur (alls um 100 börn) að fara vestur í Dali í skólabúðir að Laugum. Stulli fer náttúrulega og ég ætla að vera þarna fram á miðvikudag.
...já......það er margt að gerast.
Bloggfærslur 4. nóvember 2007
Tenglar
Góðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar